Strýtu vasar
Strýtu vasarnir eru fullkominir með öllum blómaskreytingum, hvort sem það eru litlir vendir eða hærri blóm. Tilvalin gjöf til ástvina, sérstaklega til þeirra sem safna öðrum verkum eftir Ingu Elínu. Vasarnir eru mótaðir úr fyrsta flokks postulíni og handmálaðir af mikilli nákvæmni, sem gerir hvern vasa einstakann og enga tvo eins.
Mynstur í boði
Aðrar línur
Listamaðurinn
Inga Elín
Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann þar sem hún hannaði og framleiddi línur af keramík og glerglösum.