Regn Gull
28.000 kr
Strýtu vasinn með mynstrinu Regn er mótaður úr hágæða postulíni og handmálaður tvisvar af mikilli nákvæmni með þykkri og glansandi 24 karata gyllingu. Vasarnir eru tilvaldir fyrir þá sem eru að safna öðrum verkum eftir Ingu Elínu.
Stærð vasans er 20 cm x 10 cm og henta því jafnt undir smáa sem stóra vendi.
Til að varðveita fegurð gyllingarinnar, mælum við eindregið með að handþvo öll verk í Gylltu línunni, þar sem hún þolir illa ætandi uppþvottarefni og örbylgjuofna.
Hvert verk er unnið úr hágæða postulíni, hábrennt og handmálað til að endast vel og lengi. Verkin þola vel uppþvottavélar og örbylgjuofna nema þau sem eru með máluð með 24 karata gyllingu.