Nýjustu línur Ingu Elínar
Nú aftur fáanleg
Svart postulín með gyllingu
Þessi einstaka lína Ingu Elínar er unnin úr svörtu postulíni og vandlega handmáluð með þykkri gyllingu. Hið vandaða handbragð verkanna finnst í blæbrigðum þeirra, með samspili mattrar áferðar postulínsins og glansandi gyllingarinnar.
Espresso stærð
Endingargóð íslensk hönnun
Veltibollar
Fyrir tæplega fjórum áratugum hannaði Inga Elín fyrstu Veltibollana. Hugmyndin var að skapa haldlausa bolla með þann eiginleika að hitna ekki þar sem haldið er um bollann.
Hún vildi einnig lágmarka varmatap vökvans og úr varð hið einstaka form Veltibollans, sem fellur svo vel í hendi og heldur drykknum þínum örlítið lengur heitum.
Klassíska línan
Svarta línan
Gyllta línan
Skoðaðu nýjustu mynstrin
Strýtuvasar
Vasar sem henta vel með öllum blómaskreytingum, hvort sem það eru smáir vendir eða há blóm. Tilvalin gjöf til ástvina og þeirra sem safna öðrum verkum Ingu Elínar.
Við höfum stækkað línurnar og nú eru níu mynstur í boði.
Klassíska línan
Svarta línan
Gyllta línan
Frí heimsending yfir 15.000kr
Minimalíska línan
Í minimalísku línunni má finna fjórar stærðir af Veltibollum, þar sem náttúrulegi litur postulínsins fær að njóta sín. Efri hluti bollans er glerjaður, sem finnst í sléttri áferð hans á móts við bylgjóttan neðri hlutann.
Nú bjóðum við upp á bæði svart og hvítt postulín í þessari vönduðu línu.
Svart postulín
Hvítt postulín
Skoða eftir línum
Listamaðurinn
Inga Elín
Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann, línu af handblásnum glerglösum og keramíkbollum.