Banner Image

Skoðaðu nýjustu línur Ingu Elínar

Ný lína

Strýtuvasar

Frábær viðbót fyrir þá sem eru að safna öðrum verkum Ingu Elínar en vasarnir eru 20 sentímetrar á hæð og henta því jafnt undir smáa sem stóra vendi.

Mynstur í boði

Ný lína

Svart Postulín

Við kynnum með stolti nýjustu hönnun Ingu Elínar. Veltibollar úr svörtu postulíni, handmálaðir af mikilli nákvæmni með þykkri 24 karata gyllingu.

Fyrsta upplagið í þessari sérstöku línu inniheldur mynstrin Regn, Læk, Spíral og Vetur og er framleidd í takmörkuðu upplagi.

Endingargóð hönnun Ingu Elínar

Veltibollar

Fyrir um 35 árum síðan hannaði Inga Elín fyrstu Veltibollana, en hugmyndin var að skapa haldlausan bolla með þann eiginleika að hitna ekki efst þar sem haldið er um hann. Hún vildi einnig lágmarka varmatap heitra drykkja og úr varð formið sem við þekkjum í dag, sem hitnar ekki efst og heldur drykknum heitum örlítið lengur. Í gegnum árin hafa Veltibollarnir tekið smávægilegum breytingum, en áður voru þeir með rúnuðum botni og þyngri að neðan. Það var því erfitt að velta þeim og þaðan kom nafnið. Í dag eru bollarnir með flötum botni og því stöðugri á borði, en mynstrin telja nú á þriðja hundrað og bætast við ný mynstur á hverju ári.

Skoða alla Veltibolla

Veltibollar

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Handgert í yfir 50 ár

Espressobollar

Inga Elín hefur verið í samstarfi við fjölda veitingastaði á sínum ferli og með þeim þróaði hún minni gerð af Veltibollunum sem henta vel undir tvöfaldan espresso, einfaldan Nespresso eða aðra smærri kaffidrykki.

Þeir eru hannaðir til þess að hitna ekki efst og þola vel uppþvottavélar og örbylgjuofna, fyrir utan þá bolla sem málaðir eru með þykkri 24 karata gyllingu.

Skoða alla Espresso

Espressobollar

Frí heimsending með Dropp

Skýjadiskar

Það var draumur Ingu Elínar að hanna diska með Veltibollunum, sem varð að veruleika á síðasta ári þegar Skýjadiskarnir urðu til. Nú hefur Inga Elín stækkað línurnar sínar og eru samtals 23 mismunandi diskar í boði.

Þeir eru fullkomnir undir bakkelsið, súkkulaðimolana eða aðra smærri rétti og henta einnig vel sem hliðardiskar á matarborðið.

Skoða alla Skýjadiska

Skýjadiskar

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Skoða eftir línum

Klassíska Línan

Skoða
Svarta Línan

Skoða
Gyllta Línan

Skoða