Listamaðurinn
Handgert í yfir 50 ár
Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann þar sem hún hannaði og framleiddi línur af keramík og glerglösum.
Inga Elín hefur skapað óteljandi verk á sínum ferli, allt frá leikglöðum skúlptúrum yfir í nytjalist þar sem hún notar einföld form með úthugsuðum smáatriðum.
Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru. Í þetta skiptið með syni sínum Kristni, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins.
Verslunin er staðsett í fallegu gömlu húsi frá 1881 í hjarta miðbæjarins á Skólavörðustíg 5, á sama stað og hún var 25 árum áður.
Verk Ingu Elínar sem fáanleg eru í netverslun okkar
Get in touch
If you have any questions don't hesitate to reach out and we will get back to you as soon as possible.
Hafðu samband