Banner Image

Listamaðurinn

Handgert í yfir 50 ár

Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann þar sem hún hannaði og framleiddi línur af keramík og glerglösum.

Inga Elín hefur skapað óteljandi verk á sínum ferli, allt frá leikglöðum skúlptúrum yfir í nytjalist þar sem hún notar einföld form með úthugsuðum smáatriðum.

Banner Image

Í byrjun árs 2020 enduropnaði Inga Elín verslun sína við Skólavörðustíg eftir 25 ára fjarveru. Í þetta skiptið með syni sínum Kristni, sem sér um skipulags- og markaðsmál fyrirtækisins.

Verslunin er staðsett í fallegu gömlu húsi frá 1881 í hjarta miðbæjarins á Skólavörðustíg 5, á sama stað og hún var 25 árum áður.

Verk Ingu Elínar sem fáanleg eru í netverslun okkar

Veltibollar

Skoða
Espressobollar

Skoða
Skýjadiskar

Skoða
Mjólkurkönnur

Skoða

Handgert

Hvert verk er unnið úr fínasta postulíni sem völ er á

Handmálað

Hvert verk er handmálað af mikilli nákvæmni svo engin tvö eru eins

Góð ending

Öll verkin eru hábrennd, sterk og hönnuð til að standast tímans tönn

Get in touch

If you have any questions don't hesitate to reach out and we will get back to you as soon as possible.

Hafðu samband