Skýjadiskar
Það var alltaf draumur Ingu Elínar að hanna diska með Veltibollunum, sem loks varð að veruleika árið 2022 þegar Skýjadiskarnir urðu til. Nú hefur Inga Elín stækkað línurnar sínar og
eru yfir annan tug af mismunandi mynstrum af diskum í boði. Unnið úr hágæða postulíni, hábrennt og handmálað af alúð, gerir hvern disk einstakan og enga tvo eins.
Yfirborð diskanna er glerjað fyrir slétta, jafna og glansandi áferð og í hinni fullkomnu stærð fyrir bakkelsið með kaffinu, forrétti, eftirrétti og smærri rétti.
Klassíska línan
Önnur verk eftir Ingu Elínu
Vinsælir Skýjadiskar
Listamaðurinn
Inga Elín
Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann þar sem hún hannaði og framleiddi línur af keramík og glerglösum.