Dropar
6.000 kr
Veltibollinn með mynstrinu Dropar er mótaður úr hágæða postulíni og er mynstur bollans handmálað í hinum mest einkennandi og klassíska bláa lit Ingu Elínar.
Veltibollinn hefur þann eiginleika að hitna ekki efst þegar hellt er í hann allt að 150 millilítrum. Lögun bollans er einnig hannað til að lágmarka varmatap heitra drykkja og heldur því drykknum heitum örlítið lengur.
Hvert verk er unnið úr hágæða postulíni, hábrennt og handmálað til að endast vel og lengi. Verkin þola vel uppþvottavélar og örbylgjuofna nema þau sem eru með máluð með 24 karata gyllingu.