Banner Image

Svart postulín með gyllingu

Þessi einstaka lína Ingu Elínar er unnin úr svörtu postulíni og vandlega handmáluð með þykkri gyllingu. Hið vandaða handbragð verkanna finnst í blæbrigðum þeirra, með samspili mattrar áferðar postulínsins og glansandi gyllingarinnar.

Öll verkin fara í gegnum langt og vandasamt framleiðsluferli til þess að tryggja hámarks endingu, en við mælum þó með handþvotti þar sem gyllingin þolir illa ætandi uppþvottaefni.

Hefðbundin stærð

 
 
 
 
 
 
 
 

Er þitt mynstur uppselt?

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu forgang að öllu því nýjasta frá Ingu Elínu, ásamt tilboðum sem eru eingöngu í boði fyrir okkar innsta hring.

Listamaðurinn

Inga Elín

Inga Elín hóf feril sinn aðeins tólf ára gömul og hefur frá unga aldri tileinkað lífi sínu listinni. Ástríða hennar á keramík hófst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og elti hún draum sinn um að verða listamaður og hönnuður í Listháskóla Íslands. Þaðan var förinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám við Skolen for Brugskunst sem er betur þekktur í dag sem Denmark Design. Hún fékk verðlaun Danadrottningar fyrir lokaverkefni sitt við skólann, línu af handblásnum glerglösum og keramíkbollum.

Nánar um Ingu Elínu

Handgert

Hvert verk er unnið úr fínasta postulíni sem völ er á

Handmálað

Hvert verk er handmálað af mikilli nákvæmni svo engin tvö eru eins

Endingargott

Hvert verk eru hábrennt, sterkt og hannað til að standast tímans tönn